Glussi lak af rútu við Geysi

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Reykholti var kallað að þjónustumiðstöðinni við Geysi í Haukadal laust fyrir klukkan átta í kvöld þar sem glussi hafði lekið af rútu.

Rútan stóð við bensíndælurnar og fóru að minnsta kosti tuttugu lítrar af glussa niður af rútunni.

Slökkviliðsmenn úr Reykholti fóru á vettvang og gekk hreinsunarstarf vel fyrir sig.

Fyrri greinÓánægðir geta farið fram á bætur hjá sveitarfélaginu
Næsta greinStokkseyri gaf eftir í seinni hálfleik