Glórulítið að vera á ferðinni

Af gefnu tilefni ræður lögregla og Vegagerð ökumönnum frá því að vera á ferðinni á Hellisheiði og Þrengslum. Björgunarsveitir eru ekki á ferðinni til að aðstoða ökumenn.

Mjög hvasst er orðið og glórulítið að vera á ferð nema ökumenn séu á þess betur búnum bílum segir í tilkynningu frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.

Skyggni er nánast ekkert og mikil hálka, enn er lítil ofankoma en það breytist skjótt. Búast má við að þetta ástandi vari næstu klukkutíma.

Lögreglan ítrekar að björgunarsveitir eru ekki á ferðinni til aðstoðar ökumönnum.

Fyrri greinÖkumenn í vanda á Heiðinni og í Þrengslum
Næsta greinTvö langveik börn fengu fjárstyrk