Glerhálka á Eyrarbakkavegi

Jeppabifreið fór útaf glerhálum Eyrarbakkavegi og valt eina og hálfa veltu í hádeginu í dag.

Ökumaðurinn var einn á ferð og var hann fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Fljúgandi hálka er á flestum vegum í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, ekki síst í uppsveitum Árnessýslu, en umferðin hefur að mestu gengið áfallalaust.

Auk bílveltunnar á Eyrarbakkavegi valt bíll núna eftir hádegi við Litlu kaffistofuna. Lögregla og sjúkralið eru á leið á vettvang, tveir voru í bílnum en ekki er vitað um meiðsli þeirra.