Gleði á ærslabelgnum eftir langan vetur

Ljósmynd/hvolsvöllur.is

Krakkarnir af elstu deild leikskólans Arkar á Hvolsvelli komu í heimsókn á skrifstofu sveitarfélagsins á dögunum.

Þau aðstoðuðu einnig sveitarstjórann Anton Kára Halldórsson við að kveikja á ærslabelgnum sem hefur legið í dvala yfir vetrartímann.

Að sjálfsögðu ríkti mikil gleði og greinilegt að krakkarnir voru gríðarlega ánægð með að kveikt væri á belgnum eftir langan vetur.

Fyrri greinGöngustígur og útsýnispallur við Gullfoss endurnýjaðir
Næsta greinMarga svíður í budduna eftir hraðakstur