Gleðilæti um áramótin

Áramótin liðu án stórslysa í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Hins vegar var í nógu að snúast vegna hávaða og gleðiláta í heimahúsum hér og þar.

Karlmaður var handtekinn á Selfossi eftir að í bíl hans fundust kannabisefni og áhöld. Maðurinn gekkst við brotinu og var látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Einhverjir pústrar áttu sér stað við skemmtistaði. Einn var handtekinn þar sem lögregla hafði afskipti af honum á skemmtistað á Selfossi vegna átaka. Maðurinn neitaði að gefa lögreglu upp hver hann væri.

Úr því leystist á lögreglustöð og manninum var þá sleppt. Hann verður kærður fyrir brot á lögreglulögum.