Glæsilegur urriði í Ytri-Rangá

Jóhannes Guðlaugsson með fiskinn góða á Húsabakka. Ljósmynd/Jóhannes Hinriksson

Stangaveiðitímabilið hófst að venju í dag og var fyrsti silungur ársins í Ytri-Rangá heldur betur glæsilegur.

Jóhannes Guðlaugsson landaði fyrsta fiskinum í morgun og reyndist það hörkuviðureign milli manns og fisks.

Urriðinn veiddist á Tinsel flugu á veiðistaðnum Húsabakka, og var honum sleppt eftir mælingu. Fiskurinn var 99 sm langur en hann var ekki vigtaður áður en honum var sleppt. Jóhannes Hinriksson, staðarhaldari, giskar á að fiskurinn hafi verið sextán til tuttugu pund.

Fyrri greinSindri Freyr íþróttamaður Rangárþings ytra 2020
Næsta greinGert að bæta hryssu sem fékk raflost