Nýi gervigrasvöllurinn á Hellu er kominn í gagnið og eru æfingar nú þegar hafnar á honum.
Bráðabirgðalýsing verður tilbúin fljótlega og því verður hægt að nota völlinn til æfinga í vetur. Samkvæmt heimildum sunnlenska.is mun meistaraflokkur KFR leika sinn fyrsta leik á vellinum sunnudaginn 23. nóvember, þegar Árborg kemur í heimsókn.
Opnunarhátíð vallarins verður síðan haldin í apríl á næsta ári og verður hún auglýst þegar nær dregur.


