Glæsilegt jólahús á Hvolsvelli

Hvolsvegur 18 á Hvolsvelli. Ljósmynd/Eyrún Elvarsdóttir

Fjölmargar ábendingar og tilnefningar bárust í jólaskreytingasamkeppni Rangárþings eystra þar sem bent var á fallegar skreytingar bæði á Hvolsvelli og í dreifbýlinu.

Það var þó eitt hús og garður sem stóð upp úr að þessu sinni en skreytingaverðlaunin fóru til fjölskyldunnar á Hvolsvegi 18 á Hvolsvelli. Þar búa þau Eyrún Elvarsdóttir og Jóhann Gunnar Böðvarsson ásamt fjórum börnum sínum, þeim Böðvari, Sæþór, Snorra og Sólrúnu.

Í umsögn dómnefndar segir að skreytingarnar í garðinum séu mjög metnaðarfullar og smekklega settar upp og stór snjókarl, byggður milli tveggja trjáa, vekur mikla athygli vegfarenda.

Ljósmynd/Eyrún Elvarsdóttir
Ljósmynd/Eyrún Elvarsdóttir
Eyrún og Jóhann Gunnar tóku við viðurkenningunni í skreytingarsamkeppni Rangárþings eystra. Ljósmynd/RE
Fyrri greinSpennandi tækifæri fyrir Janus Daða
Næsta greinFjóla tekur við af Elliða í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga