Glæsileg líkamsræktaraðstaða opnuð á Borg

Innsýn í nýju líkamsræktina. Ljósmynd/GOGG

Undirbúningur stendur nú yfir fyrir opnun nýrrar og glæsilegrar líkamsræktaraðstöðu Grímsnes- og Grafningshrepps á Borg. Aðstaðan hefur verið hönnuð með fjölbreytta notkun í huga og verður búin nýjustu tækjum og búnaði til að mæta þörfum notenda á öllum aldri.

Í líkamsræktinni verða hágæða þrek- og styrktartæki og vandaður lyftingabúnaður, góð aðstaða fyrir styrktarþjálfun, þar á meðal ólympískar lyftingar og aðrar sérhæfðar æfingar. Einnig verður í boði sérstakur yoga- og þreksalur sem opnar á fjölbreytta möguleika fyrir hópaþjálfun, námskeið og skipulagða heilsueflingu.

Í aðstöðunni er einnig gert ráð fyrir rými fyrir heilsutengda starfsemi, svo sem sjúkraþjálfun, nudd eða aðra meðferðartengda þjónustu.

Nú er beðið eftir lokaúttekt og afgreiðslu umsóknar um viðbótarleyfi frá heilbrigðiseftirliti og að því ferli loknu verður hægt að opna aðstöðuna formlega.

Fyrri greinNjörður gefur ekki kost á sér
Næsta greinKappahl og Newbie opna á Selfossi