Glæsileg jólahús í Árborg

Túngata 1. Ljósmynd/Árborg

Þrjú íbúðarhús, eitt fjölbýlishús og ein stofnun fengu viðurkenningu fyrir fallegar jólaskreytingar í Árborg á nýliðnum jólum.

Íbúðarhúsin sem voru verðlaunuð voru Eyravegur 22 á Selfossi hjá Liuda Cernisoviene og Saulius Vareik, Grenigrund 42 á Selfossi hjá Guðrúnu Tryggvadóttur og Þóri Haraldssyni og Túngata 1 á Eyrarbakka hjá Maríu Gestsdóttur og Böðvari Sverrissyni.

Þá fékk húsfélagið Austurvegi 41a og b á Selfossi viðurkenningu sem best skreytta fjölbýlishúsið og Bókasafn Árborgar var best skreytta fyrirtækið eða stofnunin.

Fleiri myndir af verðlaunahöfum má sjá á heimasíðu Árborgar.

Grenigrund 42. Ljósmynd/Árborg
Eyravegur 22. Ljósmynd/Árborg
Fyrri greinTveir bílstjórar kvaddir eftir samtals 70 ára akstur
Næsta greinÍsak framlengir samning við Selfoss