Glæsigisting í Grímsnesinu

Grímsborgir Guest Houses eru á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Þar eru risin sjö hús, flest ríflega 200 fm og með stórum veröndum.

Í húsunum er gisting fyrir 60 manns og fundaraðstaða fyrir sama fjölda. Auk gistiaðstöðu var opnaður veitingastaður í vor og þar eru tvær verslanir.

Það eru hjónin Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir sem reka Grímsborgir Guest Houses. Að sögn Ólafs var farið nokkuð seint af stað fyrir þetta ferðasumar en vel horfir með bókanir í vetur og næsta sumar. Má sem dæmi taka að jól og áramót eru bókuð.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinSálarrannsóknir á 800
Næsta greinAllt að 7.000 laxar á land