Glæsileg Nettóverslun opnuð

Tíunda Nettóverslunin á landinu opnaði kl. 10 í morgun að Austurvegi 42 á Selfossi. Viðskiptavinirnir biðu í röð og streymdu svo inn í búðina.

Í versluninni er mikið úrval af matvöru og sérvöru, brauð sem bakað er á staðnum, fersk kjötvara og glæsilegt grænmetisborð.

Það verður mikið um að vera í búðinni í dag, gefin Nettó-buff, ís frá Kjörís og grillaðar pylsur frá SS. Nokkrir fá Nettó-körfubolta og 10.000 króna gjafabréf í verslunina.

Fimmtán starfsmenn vinna hjá Nettó á Selfossi.

netto_opnar300312gk_002_806186709.jpg
Guðmundur Kristinsson, Árni Valdimarsson, Sigfús Kristinsson og Ómar Jónsson, rekstrarstjóri Nettó á Suðurnesjum, tóku tal fyrir utan verslunina. sunnlenska.is/Guðmundur Karl