Gjörbreyttar aðstæður við Flóaskóla

Sett hefur verið upp lýsing við sparkvöll og leiksvæði Flóaskóla. Mikið myrkur hefur verið á leiksvæði skólabarnanna í mesta skammdeginu og lýsingin gjörbreytir aðstæðum fyrir bæði nemendur og starfsmenn.

Sveitarstjórn Flóahrepps óskaði fyrr í vetur eftir tilboðum í lýsingu sparkvallarins og heimreiðarinnar að skólanum. Tvö tilboð bárust og var þeim báðum hafnað.

Í kjölfarið samþykkti sveitarstjórn að skoða það að setja minni lýsingu við sparkvöllinn heldur en upprunalegu tilboðin gerðu ráð fyrir. Var tilboði Fossraf á Selfossi tekið en það hljóðaði upp á tæpar 924 þúsund krónur.

Fyrri greinBiðu á bílþakinu við Landmannalaugar
Næsta greinBlómasalar á ferðinni á hálendinu