Gjaldtöku hætt í Skálholti

Skálholt.

Gjaldtöku fyrir aðgang að Skálholtsdómkirkju hefur verið hætt. Gjaldið var umdeilt og dæmi voru um fólk sem lagði leið sína í kirkjuna en fór í burtu vegna óánægju.

Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholtskirkju, segir í samtali við RÚV að Kristján Björnsson vígslubiskup hafi tekið niður miða sem hengu á veggjum i kirkjunni og gáfu til kynna að þess væri vænst að gestir greiddu aðgangseyrinn.

Kirkjuráð tók ákvörðun um gjaldtökuna og hófst hún í vor. Egill var í veikindaleyfi þegar gjaldtakan hófst og segist vona að slíkir tilburðir verði ekki aftur. „Kirkja er ekkert venjulegt hús. Hún er opinn faðmur Guðs. Þetta er ekki samkomusalur eða listasafn. Þetta er heilagt hús og þess vegna gengur þetta ekki,“ segir Egill.

Frétt RÚV

Fyrri greinSjö árum síðar
Næsta greinSkelfileg skotnýting í fyrsta tapleik Selfoss