Gjaldtaka í Skálholti hefst í september

Skálholt.

Kirkjuráð hefur heimilað að hafin verði gjaldtaka af bifreiðum sem eiga viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldtakan mun hefjast í september.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

„Ég veit ekki til ann­ars en að það sé al­menn ánægja með þess­ar aðgerðir,“ seg­ir Erla Þór­dís Trausta­dótt­ir, markaðsfull­trúi hjá Skál­holtsstað, í samtali við Morgunblaðið.

Meðal þess sem innifalið er í gjald­inu er miði á safnið í Skál­holti auk aðgangs að sal­erni. Verð fyr­ir 30 manna rútu er 3.000 krón­ur, en minni hóp­ferðabíl­ar munu greiða 1.500 krón­ur. Verð fyr­ir fólks­bif­reiðar er enn óákveðið.

Þrátt fyr­ir að ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um hafi hingað til verið frjálst að leggja á svæðinu hef­ur Skál­holtsstaður verið með samn­ing við Gray Line und­an­far­in ár. „Þeir hafa alltaf borgað hjá okk­ur því þeim hef­ur þótt það sann­gjarnt. Þeir munu síðan núna vera hluti af þess­ari gjald­töku sem er að hefjast og greiða sama verð og aðrir,“ seg­ir Erla.

Fyrri greinTæpt tap gegn toppliðinu
Næsta greinSunnan yfir sæinn breiða