Gjaldskrárhækkanir framundan

„Málið er að gjaldskrár hafa ekki hækkað síðan 2007 og 2009. Það er meiri skynsemi í að halda þessum hækkunum í takt við annað verðlag en ekki koma með einhverjar risahækkanir eftir dúk og disk.“

Þetta segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, um ákvörðun sveitastjórnar um hækkun gjaldskrár mötuneytis og leikskólagjalda.

Mun mötuneytið hækka um 15% og dagvistunargjöld í leikskólagjöld Kerhólsskóla um 12% frá og með 1. nóvember.

Sveitarstjóra var einnig falið að skoða afsláttarreglur leikskólagjalda.