Gjaldskrár leik- og grunnskóla hækka ekki

Hreppsnefnd Rangárþings ytra ákvað á síðasta fundi sínum að hækka ekki gjaldskrár hjá leikö og grunnskólum sveitarfélagsins um áramótin.

Þannig mun fæðisgjaldið í leikskólunum, mötuneytisgjald grunnskólanna og gjald fyrir vistun á skóladagheimili haldast óbreytt.

Í bókun hreppsnefndarinnar segir að þetta sé framlag hennar til þess að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu, til þess að létta fyrir gerð kjarasamninga og til þess að létta barnafólki róðurinn á erfiðum tímum.

Fyrri greinBjarki Karlsson enn á toppnum
Næsta greinKnapar láti ljós sitt skína