Gjaldskrá leikskólans hækkar ekki

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að hækka ekki gjaldskrá leikskólans Leikholts á árinu 2014. Leikskólagjöldin í hreppnum eru með því lægsta sem þekkist.

Átta tíma vistun fimm daga vikunnar kostar kr. 23.295. Systkinaafsláttur er 50%. Hádegisverður kostar 200 krónur, morgunhressing 78 krónur og síðdegishressing 80 krónur. Heildarfæði kostar kr 7.578 pr mánuð.

Ekki er biðlisti við leikskólann.