Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í gær að sveitarfélagið myndi bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Árborgar skólaárið 2024-2025.
Fyrr í sumar voru samþykkt lög sem snúa að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins. Lögin má rekja til sameiginlegrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hafði það að markmiði að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði.
Með samþykkt bæjarráðs er staðfest að sveitarfélagið muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir næsta vetur.