Gjaldfrjáls leikskóli frá 1. ágúst

Leikskólinn Leikholt í Brautarholti. Ljósmynd/skeidgnup.is

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt að frá og með 1. ágúst 2015 verði leikskóli hreppsins gjaldfrjáls fyrir þá sem lögheimili hafa í sveitarfélaginu.

Miðað verður við vistun barna frá 1 árs aldri.

Foreldrar taka áfram þátt í fæðiskostnaði í samræmi við samþykkta gjaldskrá. Séu umráðamenn barns ekki með lögheimili í sveitarfélaginu greiða þau fyrir vistun samkvæmt gjaldskrá.

Fyrri greinBláskógabyggð hafnar vindmyllu á Bergsstöðum
Næsta greinJakob Franz og Emma Líf fengu góðar gjafir