Gjafapokar og góð tilboð á konukvöldi

Ljósmynd/Aðsend

Vorkomunni var fagnað í gær á glæsilegu og vel sóttu konukvöldi í Lindex á Selfossi. Boðið var uppá léttar veitingar og 20% afslátt af öllum vörum.

„Það var ótrúlega skemmtileg stemning og rosalega gaman að fá fleiri fyrirtæki af svæðinu til liðs við okkur að gera kvöldið enn skemmtilegra. Best af öllu er samt alltaf að koma í heimabæinn og hitta alla þessa yndislegu viðskiptavini, sem eru nú meira og minna bara allt vinir okkar og fjölskylda,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi Lindex á Íslandi.

Stílisti hjálpaði viðskiptavinum að vorvæða fataskápinn, nokkur fyrirtæki af svæðinu kynntu vörur sínar og Ásta frá Golfklúbbi Selfossi kom og kynnti sumarstarfið á golfvellinum. Fyrstu viðskiptavinirnir voru leystir út með gjafapoka og nokkrar heppnar fengu gjafakort.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá konukvöldinu.

Fyrri greinRagnar leiddi Hamar til sigurs
Næsta greinStórt sumarhús við Apavatn varð eldi að bráð