Gjafaleikur í tilefni af nýrri heimasíðu

Veitingastaðurinn Kaffi Krús á Selfossi hefur opnað nýja heimasíðu og ætlar í tilefni af því að gefa nokkra glæsilega vinninga í leik á Facebook.

Með því að deila viðburðinum með vinum þínum kemst þú í pott þar sem þrír vinningar verða dregnir út mánudaginn 1. október.

Fyrsti vinningur er glæsilegt jólahlaðborð fyrir tvo sem Kaffi Krús heldur í Tryggvaskála, annar vinningur er 10.000 kr gjafabréf sem gildir á Kaffi Krús og í þriðja vinning er hádegisverðatilboð fyrir allt að sex manns.

Heimasíða Kaffi Krúsar