Gjábakkavegi lokað – Viðvaranir gilda áfram

Gjábakkavegi, milli Þingvalla og Laugarvatns, hefur verið lokað. Ekki hefur komið til þess að öðrum vegum hafi verið lokað þrátt fyrir áætlanir um það.

Til stendur að loka hringveginum frá Markarfljóti að Vík, um Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes, Hafnarfjall og Þingvallavegi um Mosfellsheiði.

Viðbragðsaðilar eru á lokunarpóstum, tilbúnir að loka á öllum fyrrgreindum lokunarstöðum, ef veðrið versnar meira.

Á Suðvesturlandi er greiðfært en mjög hvasst á flestum leiðum. Óveður er á Reykjanesbraut, á Kjalarnesi og Hellisheiði. Hálka er einnig á Hellisheiði.

UPPFÆRT KL. 19:23

Fyrri greinHellisheiði lokað frá kl. 15:00
Næsta grein„Get ekki annað en hrósað strákunum“