Gistinóttum á Suðurlandi fjölgar

Gistinóttum á Suðurlandi fjölgaði um 3,1% árið 2011 frá árinu 2010. Gistinóttum Íslendinga fækkar hins vegar töluvert á svæðinu.

Gistinætur á Suðurlandi árið 2011 voru 170.068, þar af voru gistinætur Íslendinga 51.489 eða rúm 30%. Árið 2010 voru gistinæturnar 164.952 en hlutfall Íslendinga var 33%. Gistinóttum Íslendinga fækkaði um 2.720 á milli ára.

Talning Hagstofunnar tekur til gistinótta á hótelum, gistiheimilum, tjaldsvæðum og farfuglaheimilum. Gistinóttum fjölgaði milli ára á öllum tegundum gististaða nema svefnpokagististöðum og tjaldsvæðum.