Gistiheimili opnað í Ljósafossskóla

Gistiheimili verður opnað í Ljósafossskóla í Grímsnesi 1. júlí ef áætlanir ganga eftir.

Það er félagið Global Mission sem stendur fyrir rekstri gistiheimilisins. Eiríkur Sigurbjörnsson, talsmaður þess og sjónvarpsstjóri Omega-sjónvarpsstöðvarinnar, segir að fyrst í stað verði boðið upp á „bed and breakfast“. Opið verði svo lengi sem bókanir leyfa fram eftir sumri.

Omega sjónvarpsstöðin keypti Ljósafossskóla árið 2006 og hefur staðurinn verið nýttur undir félagsstarf og gistingu. Eiríkur á von á því að gistiaðstaðan í fögru umhverfinu höfði bæði til innlendra sem erlendra ferðamanna og ekki síst hópa úr kristnum samfélögum sem hafa áhuga á að kynnast landi og þjóð.

Fyrri grein„Hef ekki rætt við minnihlutann“
Næsta greinLandsmótið hafið