Gissur ráðinn framkvæmdastjóri

Stjórn Ungmennafélags Selfoss hefur ákveðið að ganga til samninga við Gissur Jónsson um að taka að sér starf framkvæmdastjóra Ungmennafélags Selfoss.

Gissur er 36 ára deildarstjóri við Hvolsskóla á Hvolsvelli og er búsettur á Selfossi. Hann hefur á undanförnum árum verið öflugur félagsmaður í knattspyrnudeild Selfoss og meðal annars haldið utan um getraunastarf félagsins af miklum myndugleik.

Gissur mun hefja störf hjá ungmennafélaginu um næstu mánaðarmót.

Fimmtán umsækjendur voru um starf framkvæmdastjóra sem auglýst var í febrúar, eftir að Erni Guðnasyni var sagt upp störfum í vetur í upphafi endurskipulagningar og stefnumótunarvinnu hjá félaginu.

Fyrri greinArnar hættur með Selfossliðið
Næsta greinHamar missti af sigri í síðasta fjórðungnum