Gísli ekki lengur Barón

„Mér líst mjög vel á Barón, þetta er flott verslun sem Gísli Björnsson hefur rekið af miklum myndarskap síðustu 22 ár.

Nú tek ég við keflinu og ætla að flytja mig úr Miðgarði með DoReMí og Barón á Eyrarveg 15 á Selfossi þar sem Vogue var til húsa. Það gerist með hækkandi sól,“ segir Linda Björk Ómarsdóttir. Um síðustu helgi keyptu Linda Björk og Jón Þór Þórisson verslunina af Gísla.

„Ég hætti sæll og sáttur og nú fer ég að leita mér að einhverri skemmtilegri vinnu eða tek jafnvel upp hamarinn,“ segir Gísli en hann er smiður að mennt.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinHSK/Selfoss vann með fáheyrðum yfirburðum
Næsta greinÍslenzkt engjakaffi á öskudaginn