Gina Tricot opnar á Íslandi í dag

Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar í dag nýja verslun á Íslandi, ginatricot.is. Í fyrsta sinn verður hægt að panta þjónustu Gina Tricot þannig að viðskiptavinum er kleift að fá vörur sínar afhendar samdægurs.

Gina Tricot er rekið í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem hafa nú rekið Lindex vörumerkið hér á landi í yfir áratug á farsælan hátt.

„Ótrúlegt en satt! Eftir allan undirbúninginn og framlag þeirra fjölmörgu samstarfsaðila okkar sem lögðu hönd á plóginn getum við loks opnað Gina Tricot fyrir tískumeðvituðum konum á Íslandi. Við erum ótrúlega spennt fyrir framtíðinni,“- segir Lóa Dagbjört.

Gina Tricot býður konum upp á tískufatnað og fylgihluti sem og fatnað á stúlkur í stærðum 134-164. Gina Tricot er ein af stærstu tískufatakeðjum Svíþjóðar en ný netverslun, ginatricot.is opnar í dag kl. 12:00.

Afhending er um land allt með þjónustu Dropp ásamt Póstinum auk þess sem viðskiptavinum gefst tækifæri til að sækja pantanir sínar á opnunartíma starfsstöðvar Gina Tricot í Skeiðarási 8, Garðabæ samdægurs og án kostnaðar.

Lóa og Albert í Lindex. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinStórt sumarhús við Apavatn varð eldi að bráð
Næsta greinEngin pressa fyrir úrslitakvöldið