Gígurinn nálgast yfirborð jökulsins

Virkni gossins í Eyjafjallajökli er svipuð og síðustu átta daga. Hraun heldur áfram að skríða til norðurs og gígur hleðst upp í nyrðsta ískatlinum.

Gígurinn er 200 m í þvermáli og nálgast yfirborð jökulsins. Hraun rennur hægt frá gígnum og fer mesta orka þess í að bræða ís. Gjá efst í jöklinum til norðurs fer stækkandi. Jökullinn er hvítur sunnan Skerja.

Þrátt fyrir gjóskufall í nærsveitum, þá er krafur gossins og gjóskuframleiðsla aðeins brot af því sem átti sér stað fyrstu dagana. Ekkert bendir til gosloka.