„Getum ekki lokað”

Fundi sveitarstjórnar Skaftárhrepps og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra um lokun sorporkustöðvar Skaftárhrepps lauk án niðurstöðu.

Lagt var fram minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um kosti og galla þeirra möguleika sem Skaftárhreppur hefur til förgunar á sorpi. Eins og málið liggur núna verður sveitarfélagið að loka sorporkustöðinni 12. desember næstkomandi.

Að sögn Eyglóar Kristjánsdóttur, sveitarstjóra Skaftárhreppis, var umhverfisráðherra gerð grein fyrir því að sveitarfélagið gæti ekki lokað.

„Það er alveg ljóst að við getum ekki lokað stöðinni, við eigum ekki peninga fyrir því,” sagði Eygló. Hún benti á að útreikningar sýndu að ef keyra ætti sorp á næsta urðunarstað, sem er í Reykjavík, kostaði það 300 þúsund krónur á viku. Þá myndi það kosta sveitarfélagið 600 þúsund krónur á mánuði að kynda sundlaugina ef sorporkustöðinni væri lokað.

Fyrri greinMikil ánægja með íþróttagólfið
Næsta greinHandtekinn enn á ný eftir íkveikju