Gettu betur hefst í kvöld

Lið FSu (f.v.) Júlía, Ásrún og Bjarni Már. Ljósmynd/Stefán Hannesson

Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefst í kvöld í beinu streymi á ruv.is. Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands mætir til leiks í kvöld og keppir gegn Flensborgarskólanum í Hafnarfirði klukkan 20:20.

Lið FSu skipa Selfyssingarnir Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Bjarni Már Stefánsson og Ölfusingurinn Júlía Lis Svansdóttir.

Að sögn Stefáns Hannessonar, þjálfara liðsins, hefur liðið æft stíft síðan í nóvember en forval í liðið fór fram í október. Þar var metmæting og ljóst að mikill áhugi er meðal nemenda á keppninni.

Lið Menntaskólans að Laugarvatni mætir Verkmenntaskóla Austurlands og munum við kynna lið ML til leiks síðar í vikunni.

Fyrri greinFíkniefni og fjármunir fundust í heimahúsi
Næsta greinFærði sig í aftursætið þegar lögreglan stöðvaði hann