Gestum boðið um borð í Mykines

Vöruflutningaferjan Mykines kom til Þorlákshafnar í fyrsta sinn í dag en ferjan er 19 þúsund tonna flutningaferja Smyril Line Cargo sem mun sigla vikulega á milli Þorlákshafnar og Rotterdam.

Miklar framkvæmdir hafa verið í höfninni á síðustu misserum sem gera ferjunni kleift að leggjast að bryggju í Þorlákshöfn. Búið er að breikka innsiglinguna, dýpka höfnina, fjarlægja Norðurvararbryggju og með því búa til stærra snúningsrými fyrir skip.

Í tilefni þessa merka áfanga er íbúum Ölfuss sem og öðrum nærsveitungum boðið um borð í Mykines á milli kl. 16 og 18 í dag.

Smyril Line Cargo býður upp á léttar veitingar og lifandi tónlist frá Önnu Margréti Káradóttur og Tómasi Jónssyni.

Fyrri grein„Ábyrgð á öryggi íbúa og gesta er í húfi“
Næsta greinElvar Örn í úrvalsliðinu