Gert við rafmagnslínuna í nótt

Rafmagnsleysið á Suðurlandi í gær stafaði af bilun í straumspenni í rofareit fyrir Selfosslínu 1 í tengivirkinu í Ljósafossstöð.

Reiknað er með að gert verði við línuna aðfaranótt laugardags og verður hún úr rekstri þangað til.

Almennir notendur munu ekki verða fyrir skerðingu vegna þessa, segir í tilkynningu frá Landsneti.

Fyrri greinTíunda metið á árinu hjá Styrmi Dan
Næsta greinKötlusetur opnar heimasíðu