Gera úttekt á kynjaskiptingu í stjórnunarstöðum

Bæjarráð Árborgar samþykkti í gær að gera úttekt á hlut hvors kyns fyrir sig í stjórnunarstöðum hjá sveitarfélaginu.

Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur hvatt sveitarfélög til að vekja athygli á jafnréttismálum í tilefni af kvennafrídeginum þann 24. október nk.

Til að svara kallinu samþykkti bæjarráðið að gera úttektina en auk þess hefur félagsmálanefnd verið falið að taka jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til endurskoðunar.

Fyrri greinHaustfundur kúabænda í kvöld
Næsta greinÁgóði Naflahlaupsins afhentur