Gerðu sig heimakomin í tjaldi sem þau áttu ekki

Lögreglan á Suðurlandi auglýsir eftir vitnum vegna skemmda sem unnar voru á tjaldi á tjaldsvæðinu á Flúðum um verslunarmannahelgina, 4. til 5. ágúst.

Þar gerðu ungmenni sig heimakomin í tjaldi sem þeir áttu ekki. Umgengni um tjaldið var slæm og skemmdir unnar á því.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið geta haft samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444-2000 eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is.

Fyrri greinÖll sveitarfélög landsins fá bók að gjöf frá NTÍ
Næsta greinMatarkistan opnuð á Flúðum