GeoTækni bauð lægst í malbikun

Í morgun voru opnuð tilboð í malbikun á stígum og plönum á Selfossi sem vinna á í sumar. Öll tilboðin voru undir kostnaðaráætlun.

Lægsta boðið átti GeoTækni ehf á Selfossi, 23,7 milljónir sléttar, en kostaðaráætlun Verkfræðistofu Suðurlands hljóðaði upp á rúmar 30,8 milljónir króna.

Þrjú önnur tilboð bárust. Gröfuþjónusta Steins á Selfossi bauð tæpar 25,1 milljónir króna, Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi bauð rúmar 25,4 milljónir og Gröfutækni ehf á Flúðum bauð rúmar 29,9 milljónir króna.

Verkið felur í sér jarðvegskipti og malbikun á ýmsum göngustígum á Selfossi en auk þess á að malbika plan við áhaldahús Selfossveitna.

Reiknað er með að verkið hefjist á næstu vikum og eru verklok áætluð 31. júlí. nk.

Fyrri greinÚrslitin ráðast í kvöld
Næsta greinGuðmundur sigraði í Meistaradeildinni