Gengið um Laugahraun að Brennisteinsöldu

Landverðir. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Í tilefni af því að friðland að Fjallabaki verður 40 ára í ár ætla landverðir að bjóða upp á fræðslugöngur úr Landmannalaugum laugardaginn 27. júlí.

Lagt verður af stað frá upplýsingabásnum í Landmannalaugum kl. 14:00. Gengið verður um Laugahraun að Brennisteinsöldu og til baka um Grænagil. Gangan tekur um 2,5 klst. og er gestum að kostnaðarlausu.

Gestum er þó velkomið að lengja eða stytta gönguna að vild. Þetta er miðlungs létt ganga þar sem landverðir segir frá náttúru og sögu friðlandsins.

Fyrri greinAllir elska hamborgarana mína
Næsta greinGlæsilegt hús rís á Svarfhólsvelli