Gemsatruflanir í nótt

Vegna vinnu við að bæta GSM dreifikerfið mun Síminn gera breytingar á því í nótt, aðfaranótt fimmtudags.

Vegna flutnings á símstöðvabúnaði má búast við sambandsleysi eða truflunum á GSM þjónustu í um þrjár klukkustundir eftir klukkan 1 í nótt.

Áhrifanna mun gæta hér sunnanlands en einnig á Norður- og Austurlandi. Aðgerðirnar munu ekki hafa áhrif á 3G dreifikerfi Símans.

Fyrri greinSátt náðist í Sólheimadeilunni
Næsta greinFyrsti sigur Hamars í deildinni