Íslenska ríkið hefur sett Geldingalæk á Rangárvöllum á sölu. Ásett verð er 159 milljónir króna.
Um árabil var starfrækt meðferðarheimili á Geldingalæk en eftir að mygla fannst í húsnæðinu vorið 2024 hefur sú starfsemi verið í uppnámi. Meðferðarheimilið hefur nú fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti og mun hefja þar starfsemi að loknum nauðsynlegum endurbótum.
Á Geldingalæk er reisulegt mannvirki á 3,5 hektara leigulóð. Elsti hluti hússins er byggður árið 1954 en eignin er í heild sinni 591,7 fm á þremur hæðum auk kjallara ásamt 263,8 fm fjárhúsi byggðu árið 1950.

