Gekk illa brunninn til byggða

Franskur ferðamaður brenndist illa á fæti þegar hann steig í hver í Reykjadal, upp af Hveragerði, í gærkvöldi.

Ferðamaðurinn var þar á ferð með fleira fólki þegar slysið varð. Fólkið vissi ekki hvert það ætti að hringja eftir aðstoð og því varð niðurstaðan sú að það gekk á tjaldsvæðið þar sem það gisti og hringdi fólk þar eftir aðstoð.

Þá var klukkustund liðin frá því ferðamaðurinn steig í hverinn og hafði hann gengið alla leiðina sjálfur. Hann var fluttur á sjúkrahús og reyndist með annars og þriðja stigs bruna upp á kálfa.