Gekk berserksgang í sumarbústað

Aðfaranótt þjóðhátíðardagsins var óskað bráðrar aðstoðar lögreglu vegna manns sem gekk berserksgang í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu.

Hann hafði skemmt húsmuni og var ógnandi gagnvart öðru fólki í húsinu.

Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu þar sem hann dvaldi þar til af honum bráði.