Gekk berserksgang eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Erlendur karlmaður sem gekk berserksgang í N1 og Nettó á Selfossi um miðjan dag í gær var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. apríl í Héraðsdómi Suðurlands.

Maðurinn hafði skömmu áður verið aðstoðaður af fangavörðum við að komast í strætó á Selfossi eftir að Landsréttur hafði úrskurðað um að hann skildi látinn laus úr gæsluvarðhaldi sem Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað hann í.

Eftir berserksganginn á Selfossi var maðurinn handtekinn og færður aftur í varðhald.

Fyrri greinFyrsta COVID-19 tilfellið á Suðurlandi
Næsta greinGríðarlegar sveiflur á lokakaflanum