Geiri og Regína taka við Stað

Sveitarfélagið Árborg hefur gert samkomulag við Friðsæld ehf, fyrirtæki Siggeirs Ingólfssonar og konu hans Regínu Guðjónsdóttur um að fyrirtækið sjái um daglegan rekstur á íþrótta- og samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.

Samkomulagið gildir frá 1. janúar 2013 og er til tveggja ára og felur m.a. í sér að fyrirtækið sér um daglega umsjón yfir húsinu, þrif, minniháttar viðhald og móttöku pantana vegna útleigu.

Eitt af markmiðum nýrra rekstraraðila er að auka nýtingu á húsinu en í dag fer þar m.a. fram íþróttakennsla, æfingar á vegum Umf. Eyrarbakka og nokkrir reglulegir viðburðir auk annarrar útleigu. Er þar horft líka til þeirra fjölmörgu ferðamanna sem leggja leið sína á svæðið til að skoða ströndina.

Það voru Siggeir Ingólfsson og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem handsöluðu samninginn sl. mánudag.

Fyrri greinÁsahreppur inn í skipulagsembættið vestan Þjórsár
Næsta greinFormannsskipti hjá Baldri