Gefa Víkurskóla ljósleiðara

Steinþór Vigfússon og Margrét Harðardóttir, eigendur Hótels Dyrhólaeyjar, tilkynntu fyrir skömmu að hótelið hyggðist færa Mýrdalshreppi gjafabréf fyrir ljósleiðaraþræði til Víkurskóla.

Verið er að vinna að lagningu ljósleiðara í Mýrdalnum og gengur verkið vel.

Sveitarstjórn færði hjónunum þakkir fyrir þessa höfuðinglegu gjöf á síðasta fundi sínum og jafnframt bestu þakkir fyrir þeirra frumkvæði í því átaki að ljósleiðaravæða Mýrdalinn.