Gefa grunnskólabörnum sólmyrkvagleraugu

Mesti sól­myrkvi sem sjá­an­leg­ur hef­ur verið á Íslandi í rúm sex­tíu ár verður að morgni dags 20. mars næstkomandi. Þá mun tunglið myrkva allt að 98% af skífu sól­ar á Suðurlandi.

Myrkvinn er svo­nefnd­ur deild­ar­myrkvi en þá skygg­ir tunglið á hluta sól­ar­inn­ar. Til að auka enn á sjón­arspilið þá ætti að vera hægt að sjá reiki­stjörn­una Ven­us í austri, vinstra meg­in við sól­ina, þegar myrkvinn er í há­marki.

Í tilefni af þessum mun Hótel Rangá ásamt Stjörnufræðivefnum og Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness gefa öllum grunnskólabörnum landsins sérstök sólmyrkvagleraugu til að þau geti horft beint á sólmyrkvann án þess að skaða í sér augun.

Sól­myrkv­agler­aug­un verða einnig til sölu fyr­ir áhuga­sama þegar nær dreg­ur sól­myrkv­an­um og mun ágóðinn af söl­unni renna til þess að greiða fyr­ir gjöf­ina.

Fyrri greinHestamannafélag stofnað í FSu
Næsta greinMiklar framfarir í skákinni hjá þeim yngri