
Síðustu vikur hefur staðið yfir gatnagerð við Þórisvað á Selfossi, þar sem verið að breyta vegtengingum nýja Árbakkahverfisins við Árveginn.
Þórisvað mun liggja í beinu framhaldi af Hörðuvöllum en á lóðinni þar sem nú er ekið inn í hverfið mun rísa fjölbýlishús. Árbakkaland, sem er nýtt hverfi sem er í uppbyggingu á bökkum Ölfusár.
Á næstu dögum verður gatnamótum Hörðuvalla og Árvegar lokað vegna framkvæmda við veitulagnir fyrir nýja hverfið. Fráveita, vatnsveita og hitaveita verða endurnýjuð við gatnamót Hörðuvalla, Árvegar og Þórisvaðs og gatnamótin endurbyggð.
Lokunin standa yfir fram í september en hjáleið viðbragðsaðila sem eru á svæðinu verður um lóð lögreglustöðvarinnar.
Framkvæmdaraðili er Borgarverk ehf og framkvæmdaeftirlit er í höndum VGS verkfræðistofu.
