Gat ekki útskýrt bílrúðubrot

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rúður voru brotnar í bíl á sumarbústaðasvæði við Laugarvatn í gærmorgun.

Lögreglan handtók meintan geranda á vettvangi og var hann yfirheyrður um málsatvik. Hann gat hins vegar gefið litlar skýringar á hegðun sinni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.