Gat á stefni Skandia

Gat kom á stefni dæluskipsins Skandia þegar unnið var að dælingu í Landeyjahöfn á laugardag.

Skipið var á leið inn í höfnina þegar það fékk á sig brot bakborðsmegin með þeim afleiðingum að það kastaðist á hafnargarðinn. Eyjafréttir greina frá þessu.

Í samtali við Eyjafréttir segir Guðmundur Kr. Guðmundsson, skipstjóri Skandia, að höggið hafi ekki verið mikið. Dælt var aðfaranótt laugardags og gerðist þetta um kl. 7 á laugardagsmorgun. Og þrátt fyrir gatið var haldið áfram að dæla fram yfir hádegi.

Spurður út í dælinguna segir Guðmundur að nóg sé af sandi og ekki hægt að hafa við ef það gerir slæmt veður. Finna þurfi betri lausn.

Fyrri greinHamar í botnsætið
Næsta greinAðventutónleikar nýstofnaðs kórs