Gasmengun við upptök Múlakvíslar

Múlakvísl. Ljósmynd/Ármann Ingi Sigurðsson

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni mælist brennisteinsvetni nú yfir heilsuverndarmörkum nærri upptökum Múlakvíslar í Kötlujökli.

Rafleiðni í ánni er ekki óvenju há en búast má því að hún muni hækka.

Vegna gasmengunarinnar er fólk á svæðinu beðið um að gæta varúðar nærri ánni og sérstaklega upptökum hennar.

Fyrri greinSextán stiga sveifla í síðasta fjórðungnum
Næsta greinBarn veiktist eftir að hafa borðað kannabis-hlaupbangsa