Gasmengun á Suðurlandi á laugardag og sunnudag

Í dag, laugardag, lítur út fyrir fremur hæga norðaustlæga átt. Því gæti orðið vart gasmengunar suður og suðvestur af eldstöðvunum á svæði sem takmarkast af Hellisheiði í vestri og Hornafirði í austri.

Á morgun, sunnudag, er líklegt að mengunin berist norðar og austar og ná þá einnig yfir svæði norður af Langjökli og Hofsjökli og austur fyrir Hornafjörð.

Hægt er að fylgjast með loftgæðamæli á Leirubakka í Landssveit hér og mælinum í Hveragerði hér.

Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum má finna hér á vef Landlæknis.


Bleika svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu á morgun, sunnudag.

Fyrri greinÞórsarar byrja vel
Næsta greinVilja að hreppurinn reki Blesastaði